Aion | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn
Aion_SI_ID_1AION
Dans- og tónverk eftir Ernu Ómarsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur.
Heimsfrumsýning á Point tónlistarhátíðinni í Gautaborg. 
AION er innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag milli vídda. Í AION bjóða Erna Ómarsdóttir danshöfundur og Anna Þorvaldsdóttir tónskáld áhorfendum upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mætast á óvanalegan hátt og dansarar Íslenska dansflokksins og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitanna renna saman í eitt.
Anna og Erna eru báðar búnar að stimpla sig inn á heimsvísu sem miklir áhrifavaldar hvor í sinni listgrein. Anna Þorvaldsdóttir er staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hafa verk hennar verið flutt af fremstu hljómsveitum heims, m.a. Fílharmóníusveitunum í Berlín, New York og Los Angeles. Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansflokksins og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín sem sýnd hafa verið á helstu listahátíðum og leikhúsum í Evrópu og víðar.
AION er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar, en verkið verður frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og Íslenska dansflokknum þann 24. Maí í Tónlistarhúsinu í Gautaborg.Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansflokkurinn munu sýna verkið í Eldborg í Hörpu í apríl 2020. Finnski hljómsveitastjórinn Anna-Maria Helsing stjórnar hljómveitinni í Gautaborg og á Íslandi.Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins
Tónverk: Anna Þorvaldsdóttir
Hljómsveitarstjóri: Anna-Maria Helsing
Dansarar: Charmene Pang, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Inga Huld Hákonardóttir, Una Björg Bjarnadóttir, Shota Inoue og Tilly Sordat
Videoverk: Valdimar Jóhannsson
Aðstoðardanshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Æfingastjóri: Katrín Ingvadóttir
Verkefnastjóri: Hlynur Páll Pálsson
Kynningarstjóri: Íris María Stefánsdóttir

Íd árskort

Tvær sýningar Íd á aðeins 7.500 kr.

Með Íd árskorti færðu 36% afslátt af miðum á Dísablót og Um hvað syngjum við.

Tryggðu þér Íd árskort HÉR eða í síma 568 8000.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad