Sýningarárið 2017-2018

e. Anton Lachky

Fullkominn dagur til drauma eftir Anton Lackhy

Úr Fullkominn dagur til drauma eftir Anton Lachky (2011).

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt danverk eftir Anton Lachky í Borgarleikhúsinu í apríl 2018.

Anton Lackhy er einn af stofnendum Les SlovaKs Dance Collective sem farið hefur víða um heim síðustu ár og sýndi m.a. verkið Opening Night á Listahátíð í Reykjavík 2011. Anton hefur samið dansverk fyrir Gautaborgarballettinn, Feneyjartvíæringinn og Scottish Dance Theatre. Lachky snýr hér aftur til Íslenska dansflokksins en verk hans Fullkominn dagur til drauma sló eftirminnilega í gegn árið 2011 og færði honum Grímuverðlaunin í flokknum Danshöfundur ársins 2012.

„Einfalt verk, skapað utan um færni dansaranna sjálfra, vel unnið og skemmtilegt. Ef mann langar að hlæja á danssýningu þá er Fullkominn dagur til drauma svarið“
SGM Fréttablaðið um Fullkominn dagur til drauma.

sadsad