Íslenski dansflokkurinn óskar eftir að ráða listrænan stjórnanda | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Íslenski dansflokkurinn óskar eftir að ráða listrænan stjórnanda

Íslenski dansflokkurinn óskar eftir að ráða listrænan stjórnanda

Listrænn stjórnandi veitir dansflokknum listræna forystu og mótar listræna stefnu hans í samráði við framkvæmdastjóra og stjórn Íslenska dansflokksins. Staða listræns stjórnanda heyrir undir framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins. Ábyrgðarsvið listræns stjórnanda er að veita dansflokknum forystu og móta listræna stefnu hans, hafa umsjón með og bera ábyrgð á dönsurum flokksins, sinna þátttöku í rekstri dansflokksins ásamt fjáröflun vegna verkefna hans. Listrænn stjórnandi þarf að búa yfir staðgóðri þekkingu og reynslu á sviði listdans, þekkja hinn alþjóðlega dansheim og hafa tengsl við hann, hafa stefnumótandi hugsun og reynslu af innleiðingu stefnu, hafa leiðtogahæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum sem og góða tungumálakunnáttu og hæfni til tjáningar í ræðu og riti. Íslenski dansflokkurinn er sjálfstæð ríkisstofnun. Hlutverk hans er að sýna listdans, stuðla að nýsköpun í innlendri listdanssmíði og vera vettvangur til eflingar og framþróunar danslistar á Íslandi. Flokkurinn leggur áherslu á að kynna íslenskum áhorfendum metnaðarfull verk og mikilvægustu höfunda í nútímadansi. Íslenski dansflokkurinn hefur byggt upp nafn og viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum. Flokkurinn tekur reglulega þátt í margvíslegum samstarfsverkefnum, jafnt hér á landi sem á alþjóðlegum vettvangi. Aðsetur Íslenska dansflokksins er í Borgarleikhúsinu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags.

Umsjón með starfinu hefur Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Íd á ferð og flugi

26. & 27. May  2017 // Utrecht – Spring Festival // FÓRN

20. June 2017 // Harstad, Artic Arts Festival // FÓRN

12.júlí 2017 // Amsterdam, Julidans // Black Marrow

18. & 19. ágúst 2017 //  London, Southbank Centre // FÓRN

8., 9. & 10. september 2017// Tanzhaus, Dusseldorf //FÓRN

18. & 19. nóvember 2017 // Kunstcentrum, BUDA, Kortrijk  // FÓRN

16. & 17. febrúar 2018 // Teatro Arriaga, Bilbao // Black Marrow

5. & 6. maí 2018 // Onassis Cultural Centre, Aþenu // FÓRN

27., 28. & 29 maí 2018 // Festival TransAmeriques, Quebec // Union of the North

20.-30. maí 2018 // Garage Museum of Contemporary Art, Moscow // Union of the North

7. júlí 2018 // Low Light Festival, Queenscliff, Melbourne // Union of the North, Dies Irae & Örævi

sadsad