Pottþétt myrkur | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Manneskja, vertu berskjölduð! Faðmaðu skugga þinn og máttleysi, faðmaðu myrkrið!

Þegnunum í ríki hinna hungruðu drauga er lýst sem skepnum með veikburða háls, lítinn munn, visna útlimi og stóra, uppblásna belgi. Þetta er lén fíkninnar og þar fer fam eilíf leit að tilbúnum lausnum sem milda eiga óendanlega löngun í létti eða fullnægju. En draugarnir geta ekki satt hungur sitt, því þeir vita ekki á hvers konar næringu þeir þurfa að halda. Þeir glíma því við ærandi tómleika og eru dæmdir til að reika ráðalausir um ríki sitt um alla tíð.

Pottþétt myrkur eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson er lokakaflinn í fjórleik þeirra um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans. Fyrsta verkið í röðinni; Myrkrið faðmar, var frumsýnt á listahátíðinni Norður og niður á vetrarsólstöðum 2017.  Myndbands-innsetningin Örævi sem unnin var í samvinnu við Pierre-Alain Giraud var varpað á olíutankana við Marshall-húsið við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík í febrúar 2018 og þriðji hlutinn, Brot úr myrkri, var loks sýndur á Listahátíð í Reykjavík 2018, í porti Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss.

Öll verkin eru flutt við nýja tónlist Sigur Rósar og Valdimars Jóhannssonar undir listrænni stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar og í samstarfi við dansara Íd. 

Íd árskort

Tvær sýningar Íd á aðeins 7.500 kr.

Með Íd árskorti færðu 36% afslátt af miðum á Dísablót og Um hvað syngjum við.

Tryggðu þér Íd árskort HÉR eða í síma 568 8000.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig HÉR.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad