Rhythm of Poison | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Rhythm of Poison er glænýtt verk eftir Elinu Pirinen, margverðlaunaðan danshöfund frá Finnlandi. Verkið er samið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, tónskáldið Ville Kabrell, dramatúrginn Heide Väätänen og sviðslistamanninn Valdimar Jóhannsson.

Rhythm of Poison er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar- og mynda. Í sýningunni vinnur Pirinen markvisst með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd. 

Rhythm of Poison tælir áhorfendur til þess að drukkna í eigin upplifun og verða vitni af ómengaðri gleði, framför, afturför, rómantík, hugrekki örvæntinga og fegurð þráhyggjunnar. 

,,Brjálæðislega hrifnæm líkamleg listsköpun á andlegu ástandi“ – Dance Info Finland

Danshöfundur: Elina Pirinen
Tónlist: Ville Kabrell
Dramatúrg: Heidi Väätänen
Ljós: Valdimar Jóhannsson

Dansarar: Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir,, Félix Urbina Alejandre, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Shota Inoue, Sigurður Andrean Sigurgeirsson og Una Björg Bjarnadóttir

Frumsýnt 28. febrúar 2020 á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad