Aðalheiður Halldórsdóttir

aðalheiðurDansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2003

Þjóðerni: Íslensk

Menntun: Listdansskóli Íslands. Gestanemandi við Tanz Akademie Köln. Dans og danssmíðanám við ArtEZ Dans Akademie, Arnhem.

Starfsreynsla: Með Íslenska dansflokknum hefur Aðalheiður unnið með þekktum danshöfundum á borð við Rui Horta, Jo Strömgren, Alexander Ekman, Alan Lucien Öyen og Ernu Ómarsdóttur. Hún hefur einnig tekið þátt í þremur samstarfsuppfærslum Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur (Chicaco, Carmen og Ofviðrinu). Aðalheiður hlaut tilnefningu til Grímunnar sem dansari ársins 2006 og tvær tilnefningar sem dansari ársins árið 2010.

Utan flokksins hefur Aðalheiður m.a starfað með fjölda íslenskra danshöfunda, unnið við fimm uppfærslur Íslensku Óperunnar í söng- og leikhlutverkum og leikið í Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Aðalheiður skipar, ásamt Valgerði Rúnarsdóttur, danstvíeykið Vaðal og hafa þær samið fjölda dansverka, m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn og Reykjavík Dance Festival. Þær voru tilnefndar til Grímunnar 2007 fyrir verk sitt „Flest um fátt“ sem flutt var af Íslenska dansflokknum.

Aðalheiður er stoltur bogmaður og nærist á tónlist.

sadsad