Ásgeir Helgi Magnússon

Dansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2010

Þjóðerni: Íslenskur

Menntun: Jazzballettskóli Báru. Ballettakademían í Stokkhólmi. Listaháskóli Íslands.

Starfsreynsla: Undanfarin ár hefur Ásgeir dansað með Anton Lachky Company, Reykjavík Dance Productions, Íslenska dansflokknum, Shalala Ernu Ómarsdóttur, Menningarfélaginu og Peeping Tom.

Ásamt Menningarfélaginu hefur hann samið nokkur dansverk, nú síðast verkið Okkar á Milli sem frumflutt var á Reykjavík Dance Festival 2014. Hann samdi verkið Á vit… ásamt dansarahópi Íslenska dansflokksins vorið 2012 og verkið Óttu fyrir Íslenska Dansflokkinn haustið 2013 ásamt Hjördís Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur.

Ásgeir hlaut Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin árið 2012 í flokknum dansari ársins fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Á vit… í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Gus Gus. Árið 2017 var hann tilnefndur til sömu verðlaun fyrir hlutverk sitt í Da Da dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins.

 

sadsad