Dansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2018
Þjóðerni: Sviss
Menntun: SEAD (Salzburg Experimental Academy of Dance)
Reynsla: Charmene fæddist í Geneva/Sviss, en hefur ættir að rekja til Hong Kong. Hún hóf dans og tónlistarnám mjög ung við Conservatoire Populaire de Musique, Danse et Théâtre de Genève og útskrifaðist svo frá SEAD í júlí 2018. Hún hefur unnið með fjölda danshöfunda þ.á.m. Anton Lachky (BE/SK), Mala Kline (SVN), Joy Alpuerto Ritter (DEU) og Vita Osojnik (SLO) ásamt því að koma fram á hátíðum og leikhúsum í Salzburg. Að námi loknu dansaði hún fyrir Jan Lauwers/ NeedCompany (BE) á Salzburger Festspiele (AT).
Um hvað syngjum við eftir Pieter Ampe er fyrsta sýning hennar með Íd.