Halla Þórðardóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Halla Þórðardóttir

Dansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2013.

Þjóðerni: Íslensk

Menntun: Listdansskóli Íslands. The Ailey School 2008-2009. Listaháskóli Íslands 2010-2013.

Starfsreynsla: Með Íslenska dansflokknum hefur Halla unnið með danshöfundunum Brian Gerke, Valgerði Rúnarsdóttur, Jo Strømgren, Helenu Jónsdóttur og Frank Fannari Pedersen.  Hún hefur sýnt þrisvar sinnum á Reykjavík Dance Festival, 2011 í Vorblóti Helenu Jónsdóttur, 2013 í verkinu Á F E R Ð eftir Sögu Sigurðardóttur og Margréti Bjarnadóttur og 2014 í verkinu REIÐ eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Steinunni Ketilsdóttur.  Halla dansaði einnig í dansmyndinni The Sacred Wood, 1882 eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur sem keppti til verðlauna á Artic Heat Film Festival 2014.

Halla er tvíburi og mikil tilfinningavera sem tárast yfir hlutum eins og næturhimninum, óréttlæti og Snæfellsjökli.

Íd ungmennakort

Tvær sýningar Íd á aðeins 2.900 kr.

Með Íd ungmennakorti færðu 70% afslátt af miðum á tvær uppfærslur Íd í Borgarleikhúsinu.

Fyrir 25 ára og yngri.

SALA Á UNGMENNAKORTUM HEFST FLJÓTLEGA.

Íd árskort

Tvær sýningar Íd á aðeins 5.900 kr.

Með Íd árskorti færðu 40% afslátt af miðum á tvær uppfærslur Íd í Borgarleikhúsinu.

SALA Á ÁRSKORTUM HEFST FLJÓTLEGA.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad