Lovísa Ósk Gunnarsdóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Dansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2002

Þjóðerni: Íslensk

Menntun: Jazzballetskóli Báru. Ballettakademían í Stokkhólmi.

Starfsreynsla: Frá því að Lovísa útskrifaðist árið 2002 hefur hún dansað í flestum uppfærslum Íslenska dansflokksins meðal annars í verkum eftir  Ohad Naharin, Damien Jalet, Ernu Ómarsdóttur, Margréti Bjarnadóttur, Ragnar Kjartansson, Rui Horta, André Gingras, Roberto Oliván og Jo Strömgren. Lovísa hefur einnig tekið þátt í danssmiðjum flokksins og bæði dansað og samið fyrir Dansleikhússamkeppnir Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins.

Utan flokksins hefur Lovísa unnið með fjölda danshöfunda t.a.m. Ernu Ómarsdóttur og dansflokkinn Shalala, Steinunni Ketilsdóttur, Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Önnu Kolfinnu Kuran.

Lovísa hefur nær alltaf tekið þátt í Reykjavík Dance Festival – bæði sem dansari og einnig sem danshöfundur. Fyrir utan dansinn hefur Lovísa bæði leikið í sjónvarpsþáttum, tekið þátt í söngleikjum og hannað sviðshreyfingar. Þá er hún gestakennari hjá Danslistarskóla JSB og hefur haldið dansvinnusmiðjur víðs vegar um land.

Íd ungmennakort

Tvær sýningar Íd á aðeins 2.900 kr.

Með Íd ungmennakorti færðu 70% afslátt af miðum á tvær uppfærslur Íd í Borgarleikhúsinu.

Fyrir 25 ára og yngri.

SALA Á UNGMENNAKORTUM HEFST FLJÓTLEGA.

Íd árskort

Tvær sýningar Íd á aðeins 5.900 kr.

Með Íd árskorti færðu 40% afslátt af miðum á tvær uppfærslur Íd í Borgarleikhúsinu.

SALA Á ÁRSKORTUM HEFST FLJÓTLEGA.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad