Lovísa Ósk Gunnarsdóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Dansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2002

Þjóðerni: Íslensk

Menntun: Jazzballetskóli Báru. Ballettakademían í Stokkhólmi.

Starfsreynsla: Frá því að Lovísa útskrifaðist árið 2002 hefur hún dansað í flestum uppfærslum Íslenska dansflokksins meðal annars í verkum eftir  Ohad Naharin, Damien Jalet, Ernu Ómarsdóttur, Margréti Bjarnadóttur, Ragnar Kjartansson, Rui Horta, André Gingras, Roberto Oliván og Jo Strömgren. Lovísa hefur einnig tekið þátt í danssmiðjum flokksins og bæði dansað og samið fyrir Dansleikhússamkeppnir Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins.

Utan flokksins hefur Lovísa unnið með fjölda danshöfunda t.a.m. Ernu Ómarsdóttur og dansflokkinn Shalala, Steinunni Ketilsdóttur, Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Önnu Kolfinnu Kuran.

Lovísa hefur nær alltaf tekið þátt í Reykjavík Dance Festival – bæði sem dansari og einnig sem danshöfundur. Fyrir utan dansinn hefur Lovísa bæði leikið í sjónvarpsþáttum, tekið þátt í söngleikjum og hannað sviðshreyfingar. Þá er hún gestakennari hjá Danslistarskóla JSB og hefur haldið dansvinnusmiðjur víðs vegar um land.

Íd á ferð og flugi

26. & 27. May  2017 // Utrecht – Spring Festival // FÓRN

20. June 2017 // Harstad, Artic Arts Festival // FÓRN

12.júlí 2017 // Amsterdam, Julidans // Black Marrow

18. & 19. ágúst 2017 //  London, Southbank Centre // FÓRN

8., 9. & 10. september 2017// Tanzhaus, Dusseldorf //FÓRN

18. & 19. nóvember 2017 // Kunstcentrum, BUDA, Kortrijk  // FÓRN

16. & 17. febrúar 2018 // Teatro Arriaga, Bilbao // Black Marrow

5. & 6. maí 2018 // Onassis Cultural Centre, Aþenu // FÓRN

27., 28. & 29 maí 2018 // Festival TransAmeriques, Quebec // Union of the North

20.-30. maí 2018 // Garage Museum of Contemporary Art, Moscow // Union of the North

7. júlí 2018 // Low Light Festival, Queenscliff, Melbourne // Union of the North, Dies Irae & Örævi

sadsad