Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

lovíaDansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2002

Þjóðerni: Íslensk

Menntun: Jazzballetskóli Báru. Ballettakademían í Stokkhólmi.

Starfsreynsla: Frá því að Lovísa útskrifaðist árið 2002 hefur hún dansað í flestum uppfærslum Íslenska dansflokksins meðal annars í verkum eftir Rui Horta, Peter Anderson, André Gingras, Roberto Oliván og Jo Strömgren. Lovísa hefur einnig tekið þátt í danssmiðjum flokksins og bæði dansað og samið fyrir Dansleikhússamkeppnir Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins.

Lovísa hefur nær alltaf tekið þátt í Reykjavík Dance Festival – bæði sem dansari og einnig sem danshöfundur. Fyrir utan dansinn hefur Lovísa bæði leikið í sjónvarpsþáttum og tekið þátt í söngleikjum. Þá er hún gestakennari hjá Danslistarskóla JSB og hefur haldið dansvinnusmiðjur víðs vegar um land.

sadsad