Opnir tímar

Á hverjum degi er upphitunartími fyrir dansara Íd.

Tímarnir eru frá klukkan 9:00 – 10:15 alla virka daga. Yfirleitt er um balletttíma eða nútímadanskennslu að ræða.

Þessir tímar eru opnir fyrir dansara sem hafa góða undirbúningsþjálfun eða eru atvinnudansarar í ballett eða nútímadansi. Tímarnir eru að kostnaðarlausu. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í opnum tíma með Íslenska dansflokknum, hringdu þá í okkur í síma 588 0900 eða sendu okkur tölvupóst.

Vinsamlegast athugið að engir opnir tímar eru í júlí. Tímarnir hefjast aftur í ágúst.

sadsad