Íris María Stefánsdóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Íris María Stefánsdóttir

Markaðsstjóri

Íris María Stefánsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún stundaði nám í sálfræði og viðskiptafræði í Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi 2005 með áherslu á markaðsfræði. Íris starfaði þá hjá Danslistarskóla JSB við hin ýmsa markaðs- og skipulagsmál þar til hún flutti til Árósa í Danmörku þar sem hún nam Markaðsfræði við Viðskiptaháskólann í Árósum (ASB). Hún lauk Cand. merc. (M.Sc) prófi frá ASB 2010 og starfaði um árabil við markaðs- og kynningarmál hjá Tónlistarskóla Djúrslands þar til hún flutti til Íslands 2014 og tók við stöðu markaðsstjóra Íslenska dasnflokksins.

Íris hefur umfangsmikla reynslu af leikhússtarfi á Íslandi þar sem hún dansaði og lék í hinum ýmsu sýningum leikhúsanna allt frá 14 ára aldri allt fram að flutningum hennar til Danaveldis.

Netfang: iris@id.is

Íd ungmennakort

Tvær sýningar Íd á aðeins 2.900 kr.

Með Íd ungmennakorti færðu 70% afslátt af miðum á tvær uppfærslur Íd í Borgarleikhúsinu.

Fyrir 25 ára og yngri.

TRYGGÐU ÞÉR ÍD UNGMENNAKORT HÉR

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad