Ragnheiður Skúladóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Ragnheiður Skúladóttir

Ragnheiður heimasíða

Framkvæmdastjóri

Ragnheiður er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún stundaði nám í leiklist og multi media við University of Iowa og lauk þaðan BA prófi 1991, M.F.A prófi frá University of Minnesota, Minneapolis lauk hún 1996. Ragnheiður bjó og starfaði um árabil í Bandaríkjunum en flutti til Íslands árið 2000 til að taka við stöðu deildarforseta sviðslistadeildar LHÍ. Hún vann við LHÍ til ársins 2011 eftir að, undir hennar stjórn, höfðu verið stofnaðar brautir í fræði og framkvæmd annars vegar og samtímadansi hins vegar. 2008 stofnaði Ragnheiður, ásamt öðrum, sviðslistahátíðina LÓKAL þar sem hún er enn þann dag í dag listrænn stjórnandi ásamt Bjarna Jónssyni. 2012 – 2015 var Ragnheiður leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og stuðlaði hún að því að leikhúsið stofnaði til fjölmargra samstarfsverkefna, elfdi leiklistarskóla LA og stuðlaði að uppsetningum verðlaunasýninga. Ragnheiður hefur áratuga reynslu sem kennari og leiðbeinandi (LHÍ, University of Syracuse, Academy for Scenekunst í Fredrikstad, MAKE, Ireland). Þá hefur Ragnheiður unnið með hinum ýmsu listamönnum og sviðslistahópum sem framleiðandi og krítískur vinur (Kviss búmm bang, Dance for Me, Room 408, Shalala, Margrét Sara Guðjónsdóttir)

Netfang: ragnheidur@id.is.

 

Íd árskort

Tvær sýningar Íd á aðeins 7.500 kr.

Með Íd árskorti færðu 36% afslátt af miðum á Dísablót og Um hvað syngjum við.

Tryggðu þér Íd árskort HÉR eða í síma 568 8000.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad