11 tilnefningar til Grímunnar | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

11 tilnefningar til Grímunnar

11 tilnefningar til Grímunnar

_DSC3138 minniÍslenski dansflokkurinn fékk hvorki meira né minna en 11 tilnefningar til Grímunnar 2015. Þetta eru svo sannarlega margar rósir í hnappagat Ernu Ómarsdóttur sem klárar núna ár sitt sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins.

Dansflokkurinn sló rækileg í  gegn með sýningunni BLÆÐI: obsidian pieces á Listahátíð í Reykjavík og fékk einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Velgengni sýningarinnar endurspeglast í tilnefningunum sem kynntar voru fyrr í dag þar sem dansverk sýningarinnar eru með 9 af 11 tilnefningum dansflokksins.

Þar ber hæst að nefna tilnefningu dansverksins Black Marrow sem Sýningu ársins en þetta er í fyrsta skiptið sem dansverk er tilnefnt í þeim flokki og því mikill heiður fyrir Íslenska dansflokkinn. Ben Frost er svo tilnefndur fyrir tónlist sína í Black Marrow og Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet sem Danshöfundar ársins fyrir verkið. Damien Jalet er einnig tilnefndur sem Danshöfundur ársins fyrir Les Médusées og Sin, en fyrir síðarnefnda verkið deilir hann tilnefningunni með Sidi Larbi Cherkaoui. Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur hlýtur að lokum tilnefningu sem Danshöfundur ársins fyrir verkið Stjörnustríð 2 sem dansarar dansflokksins og nemendur Klettaskóla sýndu á opnun Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Dansarar Íd einoka flokkinn Dansari ársins en þar féllu tilnefningarnar í skaut Einars Aas Nikkerud fyrir Sin, Hjördísar Lilju Örnólfsdóttur fyrir Les Médusées, Þyri Huldar Árnadóttur fyrir Sin og Höllu Þórðardóttur fyrir bæði Les Médusées og Meadow.

sadsad