AIŌN
Íslenski danflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands kynna AIŌN eftir Ernu Ómarsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur.
AIŌN er innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag millli vídda. Í AIŌN bjóða Erna Ómarsdóttir danshöfundur og Anna Þorvaldsdóttir tónskáld áhorfendum upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mæstast á óvanalegan hátt og dansarar Íslenska dansflokksins og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar renna saman í eitt.
Erna og Anna eru báðar búnar að stimpla sig inn á heimsvísu sem miklir áhrifavaldara hvor í sinni listgrein. Anna Thorvaldsdóttir er staðarskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hafa verk hennar verið flutt af fremsu hljómsveitum heims, ma.a. Fílharmóníusveitunum í Berlín, New York og Los Angeles. Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansflokksins og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín sem sýnd hafa verið á helstu listahátíðum og leikhúsum í Evrópu og víðar.
AIŌN er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar.
AIŌN var heimsfrumsýnt 24. maí 2019 í Gautaborg af Íslenska dansflokknum og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar.
Hugmynd og listræn stjórnun: Erna Ómarsdóttir og Anna Þorvaldsdóttir Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir Tónlist: Anna Thorvaldsdóttir Hljómsveitarstjóri: Anna-Maria Helsing Videoverk: Pierre-Alain Giraud og Valdimar Jóhannsson Ljós: Valdimar Jóhannsson Aðstoðardanshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Búningar: Agnieszka Baranowska
Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Charmene Pang, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Shota Inoue, Sigurður Andrean Sigurgeirsson and Una Björg Bjarnadóttir.
Dansinn í verkinu er saminn í samstarfi við dansara Íd.
Frumsýning 21. október í Hörpu
“Hvernig dansararnir sprungu saman í eina heild og sundruðust svo, hvernig þau gerðu innrás inn í hljómsveitina, hvernig þau fönguðu hljóðfærin og þau byrjuðu að fljóta um rýmið, hvernig hljómsveitin og dansararnir líkömnuðu tónlistina og allt sameinaðist í heilsteypt listaverk, helgisiði líkast, vakti þvílíka lukku hjá áhorfendum sem voru að mestu í yngri kantinum” – Die Presse/Walter Weidringer
“Óþrjótandi nýstárleg kóreógrafía eftir Ernu Ómarsdóttur” .. “Frumsýningin á AION, [..], sló algjörlega í gegn: afstrakt verk, án sértækra skilaboða, en náði að hreyfa við fólki og fá fólk til að hugsa” – El Pais/Luis Gago
AIÕN er “náttúruafl” – “dásamlega ljúffengt” – Dagens Nyheter