Sónar Reykjavík – All inclusive | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Sónar Reykjavík – All inclusive

Fragments - Bart Grietens 048Íslenski dansflokkurinn, Reykjavík Dance Festival og Sónar Reykjavík kynna með stolti Íd & RDF dagskrá sem er tileinkuð samspili dans og tónlistar fimmtudaginn 18. febrúar á Sónar Reykjavík.
Takmarkaður fjöldi svokallaðra fimmtudagspassa Íd & RDF er í boði og kostar passinn aðeins 4.990 kr.
Passinn gildir á alla fimmtudags dagskrá Sónar Reykjavík.

Þetta fyrsta samstarf þessara þriggja aðila býður upp á magnaða dagskrá listamanna sem mun án efa skemmta áhorfendum ásamt því að koma þeim út á dansgólfið.
Dagskráin inniheldur verkið All Inclusive, stjórnað af  Martin Kilvady við tónlist eftir dúettinn Mankan, ásamt framkomu RDF studdra listamannanna Milkywhale og danshöfundarins Sögu Sigurðardóttur í samstarfi við Good Moon Deer.

All Inclusive (kl.19 og 21)
All inclusive býður upp á sjálfkrafa flæði hreyfinga og tónlistar þar sem allt getur gerst. Verkið er undir listrænni stjórn hins virta danshöfundar Martin Kilvady í samstarfi við dúettinn Mankan, sem samanstendur af tónlistarmönnunum Kippi Kaninus og Tom Manoury, auk dansara frá Íslenska dansflokknum og Reykjavík Dance Festival.
Martin Kilvady er dansari, danshöfundur og kennari frá Slóvakíu. Hann hefur starfað með nokkrum helstu dansflokkum Evrópu, þar á meðal Rosas, Roberto Olivan og ZOO/Thomas Hauert. Hann er einn af stofnendum Les Slovaks Dance Collective sem hefur komið fram víða um heim, meðal annars á Listahátíð í Reykjavík 2011.

Good Moon Deer (kl.22:30)

Fyrir Sónar Reykjavík, vinnur Good Moon Deer með danshöfundinum Sögu Sigurðardóttur að mögnuðu sjónarspili.  Tónlist og sjónrænir þættir skapaðir af Good Moon Deer spila saman við her dansara,  myrka elektró mystík, spuna og absúrdisma.
Samvinna þeirra er afrakstur fyrra samstarfs við dansverkið Pretador, teknó-tragedía um þjáningu og reisn, sem var frumsýnt á RDF í ágúst 2014.

Milkywhale (kl. 23:30)
Milkywhale spratt fram á sjónarsviðið á Reykjavík Dance Festival sumarið 2015, og ,,sigraði Iceland Airwaves”  með flutningi sínum, samkvæmt the Reykjavík Grapevine. Milkywhale er samstarfsverkefni FM Belfast meðlimsins Árna Rúnars Hlöðverssonar og dansarans og danshöfundarins Melkorku S. Magnúsdóttur.

Gagnrýni

“Kóreógrafían var skemmtileg og dýnamísk, samræður skemmtilegar og dansararnir frábærir”
Anna Manning í Grapevine

“Þarna voru á ferð töfrar spunaformsins en það er ótrúlega áhugavert form. Þetta flæði með umhverfinu skapar svo náttúrulega framvindu í verk. Að sjálfsögðu þurfa dansararnir að kunna með spunann að fara en það vantaði ekkert upp á það hjá dönsurum Íslenska dansflokksins. Það hlýtur að hafa verið mjög áhugavert að vinna að þessu verki með listrænum stjórnanda viðburðarins, dansaranum og danshöfundinum Martin Kilvady, því kúnstin við góðan spuna er ekki síst sterkur og áhugaverður rammi. Tónlistamennirnir Tómas Manoury og Guðmundur Vignir Karlsson í dúóinu ManKan kunnu síðan greinilega sitt fag hvað varðar tónlistarsköpunina og tæknimálin því tölvurnar eru jú þeirra tól í flutningi verksins.”
Sesselja G. Magnúsdóttir á hugras.is

sadsad