Sýning Íslenska dansflokksins BLÆÐI: obsidian pieces hlaut þrjú Grímuverðlaun þann 16. maí síðastliðinn. Ben Frost var verðlaunaður fyrir tónlist sína í Black Marrow, Damien Jalet var valinn danshöfundur ársins fyrir Les Médusées og Þyri Huld Árnadóttir var valin dansari ársins.
Við erum í skýjunum með þau viðbrögð sem þessi sýning okkar hefur fengið og höfum við því ákveðið að vera með tvær aukasýningar, 30. ágúst og 6. september.