Da Da Dans | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Da Da Dans

tix-minni-800x600

Da da dans var frumsýnt 12. nóvember á Nýja sviði Borgarleikhúsinu.

Aðrir sýningardagar voru: 17. nóv, 20. nóv, 24. nóv og 27. nóv

Dadaismi spratt upp úr vitfirringu fyrri heimsstyrjaldar og var meginmarkmið hans að skapa fjarstæðukennd verk sem hristu upp í hugmyndum fólks um tilgang og virði listarinnar. Dadaismi boðaði nýtt upphaf með því að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í list og lífi.

Í ár er víðsvegar fagnað stórafmæli dadaismans og mun dansflokkurinn taka þátt í þeim fagnaði með því að frumsýna nýtt dansverk eftir Grímuverðlaunahafana Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Sveinbjörns Thorarensens. Í Da Da Dans munu danshöfundarnir skoða mismunandi leiðir dadaismans og velta fyrir sér hvort þær eigi enn við í dag.

Inga Huld og Rósa eru rísandi stjörnur í dansheiminum og hlutu Grímuverðlaunin sem Danshöfundar ársins 2016 fyrir verk sitt The Valley sem var sýnt á Reykjavík Dance Festival 2015 við mikinn fögnuð gagnrýnenda og áhorfenda.

★★★★
„Metnaðarfull sýning, full af vel heppnuðum útfærslum.“
Sigríður Jónsdóttir hjá vísir.is um The Valley

„The Valley er margslungið verk sem seytlar inn í sálina …. töfraheimurinn sem skapaðist var einstakur og spennan að sjá hvað kæmi næst var kitlandi.“
Sesselja G. Magnúsdóttir hjá hugrás.is um The Valley

sadsad