Hvernig væri að gleðja vini og vandamenn með öðruvísi gjöf um þessi jól. Íslenski dansflokkurinn býður upp á frábæra jólagjöf sem kemur skemmtilega á óvart – líka verðið.
Gjafakort fyrir tvo á sýninguna “Norrænn þríleikur”
Aðeins kr. 6.500 (fullt verð er kr. 9.000)
Gjafakort fyrir einn á sýninguna “Norrænn þríleikur”
Aðeins kr. 3.500 (fullt verð er kr. 4.500)
Frumsýnt 31. janúar 2014 – Stóra svið Borgarleikhússins
Aðrar sýningar: 08/02 – 16/02 – 23/02 – 02/03 – 09/03
Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú tónlistar- og dansatriði á kvöldinu “Norrænn þríleikur“.
F A R A N G U R er splúnkunýtt dansverk eftir Grímuverðlaunahöfundinn Valgerði Rúnarsdóttur. Innblásturinn að verkinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess, hvernig við erum stöðugt að safna í og vinna úr efni í hinu huglæga farangursrými. Tónlistin í verkinu er eftir tónskáldiðDaníel Bjarnason.
Berserkir; Óðir sem úlfar, ljúfir sem lömb er frumsamið dansverk eftir danska danshöfundinnLene Boel. Verkið er magnþrungin blanda break, nútímadans og ballett með akróbatísku tvisti.
Finnskt – Íslenskt tilbrigði við stef fyrir einleiksselló og dans. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur tónverk finnska tónskáldsins Jean Sibelius Theme and variations for Solo Cello frá 1887. Við tónverkið dansar Ellen Margrét Bæhrenz eindans eftir Láru Stefánsdóttur.
Hringdu í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000 til að panta gjafakort.