Íslenski dansflokkurinn leitar að karl- og kvendönsurum.
Íd heldur dansprufu fyrir karl- og kvendansara þann 14-15. september 2013 frá kl. 10:00 – 17:00 í æfingarsal Íd á 4 hæð í Borgarleikhúsinu. Dansarar munu taka þátt í ballettíma, læra efni úr verkefnaskrá Íd og eigin sóló.
Íd leitar að dönsurum sem búa yfir sterkri nútímadanstækni og hafi góðan ballettgrunn.
Vinsamlegast:
- Klæðist æfingafatnaði sem sýnir vel líkamsbyggingu og tækni.
- Sendið skriflega umsókn ásamt mynd og ferilskrá á Láru Stefánsdóttir, listrænan stjórnanda, lara@id.is og Katrínu Ingvadóttir, æfingastjóra, kata@id.is, í síðasta lagi fyrir 10. september 2013.
- Kynnið ykkur starfsemi Íd á www.id.is