Dansprufur | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Dansprufur

Dansprufur

Íslenski dansflokkurinn leitar að karl- og kvendönsurum.dansprufur

Íd heldur dansprufu fyrir karl- og kvendansara þann 14-15. september 2013 frá kl. 10:00 – 17:00 í æfingarsal Íd á 4 hæð í Borgarleikhúsinu. Dansarar munu taka þátt í ballettíma, læra efni úr verkefnaskrá Íd og eigin sóló.

Íd leitar að dönsurum sem búa yfir sterkri nútímadanstækni og hafi góðan ballettgrunn.

Vinsamlegast:

  1. Klæðist æfingafatnaði sem sýnir vel líkamsbyggingu og tækni.
  2. Sendið skriflega umsókn ásamt mynd og ferilskrá á Láru Stefánsdóttir, listrænan stjórnanda, lara@id.is og Katrínu Ingvadóttir, æfingastjóra,  kata@id.is, í síðasta lagi fyrir 10. september 2013.
  3. Kynnið ykkur starfsemi Íd á www.id.is

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad