Erna Ómarsdóttir er nýr listrænn ráðgjafi ÍD | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Erna Ómarsdóttir er nýr listrænn ráðgjafi ÍD

Erna Ómarsdóttir er nýr listrænn ráðgjafi ÍD

width_250_upload_id.is_images_olfTA9Erna Ómarsdóttir hefur verið ráðin listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins fyrir leikárið 2014-2015. Erna er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með nokkrum fremstu dans- og sviðslistahópum Evrópu. Erna hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín sem listamaður, þar á meðal fimm Grímuverðlaun, Menningarverðlaun DV, verið valin heiðurslistamaður Kópavogsbæjar og verið nefnd sem efnilegasti dansari, danshöfundur og besti dansarinn af einu helsta danstímariti heims, Ballet Tanz.

Erna er ekki ókunn hlutverki listræns ráðgjafa en hún hefur verið listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival, Les Grandes Traversees sviðslistahátíðarinnar í Bordeaux og Shalala danshópsins. Síðastliðin ár hefur Erna aðallega unnið að eigin verkum með danshópnum sínum Shalala sem hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu.

Á komandi leikári mun dansflokkurinn, undir leiðsögn Ernu, leggja áherslu á frumsamin verk eftir íslenska og upprennandi danshöfunda sem og spreyta sig á krefjandi verkum eftir erlenda danshöfunda.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad