Íd kinkar kolli til Kjarvals föstudaginn 26. ágúst kl 16:00 á Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum.
ÓKEYPIS AÐGANGUR
Íslenski dansflokkurinn býður upp á röð viðburða sem munu þjóna sem undanfarar að FÓRN sem frumsýnt verður í mars 2017.
Fyrsti viðburðurinn mun eiga sér stað á Everybody’s Spectacular (Reykjavik International Performance Festival) föstudaginn 26. ágúst á Kjarvalsstöðum kl 16 sem hluti af viðburðaröð Listasafns Reykjavíkur sem nefnist Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjarvals.