Fiðrildafögnuður í Hörpu | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Fiðrildafögnuður í Hörpu

Fiðrildafögnuður í Hörpu

Þann 14. nóvember verður efnt til Fiðrildafagnaðar í Hörpu á vegum UN Women á Íslandi þar sem samtökin munu heiðra konur sem lifað hafa af sýruárásir.fiðrildafögnuður

Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í Suður- og Suðaustur-Asíu og í 80 prósentum tilvika eru fórnarlömbin konur eða ungar stúlkur.

Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða sækja um skilnað frá ofbeldisfullum eiginmönnum. Konur fá sjaldan þá þjónustu sem þær þarfnast, þær eru niðurlægðar og oft gefið í skyn að sökin sé þeirra. Oftast fær gerandi mildan eða engan dóm.

Fyrir utan mikla líkamlega fötlun í kjölfar sýruárása fylgir iðulega félagsleg einangrun og takmarkaðir möguleikar á að taka þátt í samfélaginu á nýjan leik.

Fiðrildafögnuður UN Women verður ævintýralegt kvöld. Helsta listafólk Íslands leggur samtökunum lið og býður ykkur upp á magnaða upplifun. Dansarar Íslenska dansflokksins sýna verk, landsþekktar leikkonur verða með gjörning, Sigríður Thorlacius og Högni Egilssonskemmta svo fátt eitt sé nefnt.

 

Miðaverð er 3.900 krónur og rennur allur ágóði af kvöldinu til Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konumUN Women vinnur að því að draga úr fordómum í garð þolenda sýruárása og aðstoða þá við að koma undir sig fótunum á nýjan leik eftir hörmulega lífsreynslu.Hægt er að lesa meira um sýruárásir og hvað UN Women er að gera í málinu hér.

 

Hægt er að kaupa miða hér, í verslun ELLU á Ingólfsstræti 5 og verslun Kronkron á Vitastíg.