Fréttablaðið 11.02.2015
Taugar er ögrandi og áhugaverð sýning sem ýtir við hugmyndum áhorfandans um hvaða hreyfiefni er boðlegt á sviði.
Söngur dansaranna kom einstaklega vel út og gaf tóninn fyrir anda verksins. Það er áhugavert að sjá hvernig röddin er orðin hluti af tækni dansaranna því fyrir nokkrum árum, fyrst þegar farið var að láta dansara tala og syngja á sviðinu, fór vankunnátta þeirra í þeirri list ekki á milli mála.
Höfundur: Sesselja Magnúsdóttir