Fulkominn dagur til drauma | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Fulkominn dagur til drauma

Frumsýnt 30. september 2011

Danshöfundur: Anton Lachky í samvinnu við dansara Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir

Tónlist: Sálumessa eftir Guiseppe Verdi, Sálumessa í D moll eftir Luigi Cherubini

Ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson

Aðstoðarmaður danshöfundar: Elenore Valere

Æfingastjóri: Tinna Grétarsdóttir

Hver sena í verkinu líkist draumkenndum aðstæðum. Verkið líkist súrrealískri mynd með mismunandi sögum og ólíkum litum, en þó allar innan sama ramma, hangandi á sama veggnum.

Í draumi færast átök og umhverfi frá einum stað til annars, upplifunin er raunveruleg en á sama tíma draumkennd. Upplifun skilningarvitanna og sterk tilfinning um veru á vissum stað hríslast um líkamann en allt í einu flyst vitundin annað og aðstæður eru skyndilega ókunnar.

Í sköpunarferlinu vann Lachky náið með dönsurum Íslenska dansflokksins enda tekst honum að laða fram sérkenni hvers dansara og flétta þeim sérkennum saman við persónulegan, hnyttinn og duttlungafullan stíl sinn.

„Hver dansari er í mínum augum eins og teiknimyndafígúra. Ég reyni að sjá þau eins og þau eru, þó með mínum eigin augum“ segir Lachky. „Annar mjög mikilvægur þáttur í vinnslu verksins er líkamlegi þátturinn, sem endurspeglar þéttleika og kraft líkamans, fegurð dansins í sínum margbreytileika en um leið í einfaldleika sínum.

Anton Lachky og dansarnir fengu Grímuna sem danshöfundar ársins 2011.

 

Frumsýnt 30. september 2011

Danshöfundur: Anton Lachky í samvinnu við dansara Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir

Tónlist: Sálumessa eftir Guiseppe Verdi, Sálumessa í D moll eftir Luigi Cherubini

Ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson

Aðstoðarmaður danshöfundar: Elenore Valere

Æfingastjóri: Tinna Grétarsdóttir

Hver sena í verkinu líkist draumkenndum aðstæðum. Verkið líkist súrrealískri mynd með mismunandi sögum og ólíkum litum, en þó allar innan sama ramma, hangandi á sama veggnum.

Í draumi færast átök og umhverfi frá einum stað til annars, upplifunin er raunveruleg en á sama tíma draumkennd. Upplifun skilningarvitanna og sterk tilfinning um veru á vissum stað hríslast um líkamann en allt í einu flyst vitundin annað og aðstæður eru skyndilega ókunnar.

Í sköpunarferlinu vann Lachky náið með dönsurum Íslenska dansflokksins enda tekst honum að laða fram sérkenni hvers dansara og flétta þeim sérkennum saman við persónulegan, hnyttinn og duttlungafullan stíl sinn.

„Hver dansari er í mínum augum eins og teiknimyndafígúra. Ég reyni að sjá þau eins og þau eru, þó með mínum eigin augum“ segir Lachky. „Annar mjög mikilvægur þáttur í vinnslu verksins er líkamlegi þátturinn, sem endurspeglar þéttleika og kraft líkamans, fegurð dansins í sínum margbreytileika en um leið í einfaldleika sínum.

Anton Lachky og dansarnir fengu Grímuna sem danshöfundar ársins 2011.

 

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad