
Í gær var haldinn opinn umræðufundur á vegum Íd, RepNet og RDF.
Á panel fundarins voru þau Åsa Söderberg, listrænn stjórnandi Skånes Dansteater, Honne Dohrmann, listrænn stjórnandi Tanzmainz, Erna Ómarsdóttir, Listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins og Alexander Roberts, meðstjórnandi Reykjavík Dance Festival.
Hátt í 40 dansarar, danshöfundar, danskennarar og áhugafólk um listdans á Íslandi kom saman á fundinum og ræddu um hlutverk og tækifæri dansflokka eins og Íd. Hvernig er hægt að breyta uppbyggingu dansflokka innan frá? Hvernig er best að tengast rísandi hæfileikum, samfélaginu, þjóðfélaginu, áhorfendum og umhverfinu? Hver er hin nýja sýn og hin nýju framkvæmdalíkön, hvernig getur stofnun í sjálfri sér brugðist við nýjum tækifærum?
Við viljum þakka öllum sem tóku þátt fyrir þeirra innlegg í umræðurnar og vonumst við til að geta endurtekið leikinn fljótlega aftur.