Hlynur Páll nýr framkvæmdastjóri Íd | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Hlynur Páll nýr framkvæmdastjóri Íd

Hlynur Páll nýr framkvæmdastjóri Íd

Screen Shot 2019-03-04 at 14.26.30Hlynur Páll Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Hlynur hefur lokið B.A. prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og B.A. prófi í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Hlynur starfaði sem fræðslustjóri Borgarleikhússins frá 2014 auk þess að vera framkvæmdastjóri sviðslistahópsins 16 elskendur á sama tímabili. Hlynur hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival, sýningarstjóri í Borgarleikhúsinu og sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann hefur verið aðstoðarleikstjóri í fjölda stórsýninga á borð við Mary Poppins, Billy Elliot og Matthildi.

„Hin mikla og víðfeðma reynsla Hlyns í sviðslistum er mikilsverð fyrir Íslenska dansflokkinn og erum við full tilhlökkunar að fá hann til liðs við okkur, hann er sannkallaður happafengur“ segir Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íd.

Hlynur hefur störf 20. mars, 2019.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad