Íd opnar listahátíð í Þýskalandi | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Íd opnar listahátíð í Þýskalandi

Íd opnar listahátíð í Þýskalandi

_DSC3494Íslenski dansflokkurinn gerir hlé á sýningum á  flugeldasmellinum Kafli 2: og himinninn kristallast og skellir sér í 10 daga sýningarferð til Þýskalands og Sviss.

Dansflokkurinn mun vera með fjórar sýningar á Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á NORDWIND listahátíðinni sem er  ein stærsta listahátíð Norður-Evrópu. NORDWIND er haldin í fjórum mismunandi borgum (Berlín, Dresden, Bern og Hamborg) í nóvember en á hátíðinni eru sýnd verk samtímalistamanna frá Norður- og Eystrasaltslöndunum. Markmið hátíðarinnar er að kynna nýja strauma og stefnur í listageiranum fyrir allri Evrópu.

Það er mikill heiður fyrir flokkinn að vera boðið að taka þátt í þessari stóru hátíð en Black Marrow mun opna NORDWIND hátíðina í Dresden á morgun 20/11 og svo í Hamborg viku síðar. Það er mikill áhugi fyrir verkinu erlendis frá en dansflokkurinn mun einnig sýna verkið í Bern í Sviss.

sadsad