Íd óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Íd óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

Íd óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

pottthett_myrkur_4Íslenski dansflokkurinn óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa til að stýra daglegri starfsemi flokksins.

Framkvæmdastjóri heyrir undir og vinnur náið með listrænum stjórnanda flokksins. Í boði er mjög áhugavert starf í lifandi og skapandi umhverfi.

Starfssvið

 • Ábyrgð og umsjón með fjármálarekstri flokksins.
 • Samskipti við íslensk stjórnvöld sem og innlenda og erlenda samstarfsaðila.
 • Ábyrgð og umsjón með starfmannamálum.
 • Samninga- og skýrslugerð.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana sem og vinna við stefnumótun.
 • Umsjón með erlendum og innlendum samstarfsverkefnum.
 • Fjáröflun og umsjón með umsóknum vegna styrkveitinga.
 Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Haldgóð reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri.
 • Reynsla af starfi á sviði menningar og lista mikill kostur.
 • Góð kunnátta í íslensku- og ensku sem og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar og sem og frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samningatækni.
 • Áhugi á menningu og listum.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019

Sækja um starf HÉR
sadsad