Íslenski dansflokkurinn sýnir í Kennedy Center | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Íslenski dansflokkurinn sýnir í Kennedy Center

Íslenski dansflokkurinn sýnir í Kennedy Center

Íslenski dansflokkurinn heldur til Washington í Bandaríkjunum í lok febrúar og mun sýna verkinGroβstadtsafari eftir Jo Strömgren, Svaninn eftir Láru Stefánsdóttir og Til eftir Fkennedyrank Fannar Pedersen. Sýningin er hluti af menningar- og listahátíðinni Nordic Cool 2013 sem haldin er í Kennedy Center.

Það er mikill heiður fyrir Íd að taka þátt í Nordic Cool 2013 og sýna í Kennedy Center sem er eitt virtasta sviðslistahús Bandaríkjamanna. Kennedy Center var reist í minningu John F. Kennedy og er staðsett við Potomac ána, aðeins steinsnar frá m.a. Hvíta húsinu. Nordic Cool 2013 hátíðin er dagana 19. febrúar til 17. mars og munu margir af færustu listamönnum Norðurlandanna taka þátt til að kynna norræna menningu og list. Sýning Íslenska dansflokksins verður 27. febrúar en ljóst er að færri komast að en vilja en fljótt seldist upp á sýninguna. Í tengslum við sýninguna mun Íslenski dansflokkurinn einnig halda stutt námskeið fyrir atvinnudansara þann 26. febrúar í Kennedy Center.

Ferð Íslenska dansflokksins til Bandaríkjanna er aðeins nokkrum dögum eftir frumsýningu á Mary Poppins í Borgarleikhúsinu en uppsetningin er sem kunnugt samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins.

Framundan er 40 ára afmælishátíð Íslenska dansflokksins og eru æfingar á verkunum Tímar eftir Helenu Jónsdóttur og Walking Mad eftir Johan Inger í fullum gangi. Tímar er einstakt dansverk byggt á stefnumóti eldri og yngri kynslóða úr sögu íslenskrar danslistar. Tímar er sýning sem á erindi jafnt við þá sem þekkja til í íslenskum dansheimi og hinna sem hér upplifa hjartslátt hans í fyrsta skipti, enda stefnt að því að gefa áhorfendum í öðrum löndum færi á kynnast sýningunni – og sögunni. Tímar er samið sérstaklega fyrir afmælishátíð Íslenska dansflokksins. Seinna verk kvöldsins er verðlaunaverkið Walking Mad eftir sænska danshöfundinn Johan Inger. Walking Mader gamansamt verk sem fléttar saman húmor, galsa og geðveiki. Johan hafði orðatiltæki Sókratesar –Okkur hlotnast mestu gæði gegnum brjálæði, ef það er guðsgjöf (Our greatest blessings come to us by way of madness) að leiðarljósi þegar hann samdi verkið. Walking Madkrefst mikils af dönsurunum þar sem þeir þurfa að fylgja stigmagnandi takti tónverksins Boléro eftir Maurice Ravel en samtímis tjá þær miklu tilfinningar sem fylgja verkinu. Johan Inger er einn merkasti danshöfundur Norðurlandanna og hafa verk hans verið flutt um allan heim við miklar vinsældir. Miðasala er hafin á afmælishátíðina sem frumsýnd verður 12. apríl næstkomandi á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad