Markaðsstjóri Íd | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Markaðsstjóri Íd

Markaðsstjóri Íd

19_DSC6949Laust er til umsóknar starf markaðsstjóra Íslenska dansflokksins

Íslenski dansflokkurinn leitar að skapandi og kraftmiklum einstaklingi með þekkingu á markaðsstörfum og góða innsýn inn í starfsemi sviðslista

Helstu verkefni:

  • Yfirumsjón með kynningarmálum Íd
  • Ábyrgð á ímyndar- og markaðsmálum Íd
  • Umsjón með myndvinnslu og myndatökum á verkefnum Íd
  • Verkefnisstjórn með afmörkuðum kynningarverkefnum og styrkumsóknum
  • Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum
  • Kynningarmál og samskipti við fjölmiðla
  • Þróun stafrænnar miðlunar og markaðssetningar

Menntun og hæfniskröfur:

  • Reynsla af kynningar- og markaðsmálum
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð tölvukunnátta, með sérstakri áherslu á myndvinnsluforrit. Þekking á Adobe CC er kostur.
  • Metnaður og frumkvæði í starfi
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Sköpunargleði og gott auga fyrir hönnun
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Geta til að vinna undir álagi og í fjölbreyttum verkefnum samtímis 

Frekari upplýsingar um starfið:

  • Um er að ræða 100% starf
  • Launakjör samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur undirritað fyrir hönd ríkissjóðs
  • Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast í gegnum Alfreð ráðningarkerfið. Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ítarleg ferilskrá, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda.
  • Umsóknarfrestur er til og með 1. október, 2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Páll Pálsson í síma 588 0900. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið hlynurpall@id.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

sadsad