Íslenski dansflokkurinn leggur land undir fót og sýnir Pottþétt myrkur eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson, við tónlist Sigur Rósar, í Hong Kong og Bilbao í nóvember.
Sýningin í Hong Kong er hluti af The World Culture Festival og fara sýningar fram í Sheung Wan Civic Centre Theatre dagana 2. og 3. nóvember.
Síðar í Nóvember mun Íslenski dansflokkurinn ferðast til Bilbao á Spáni til að sýna Pottþétt myrkur í Teatro Arriaga leikhúsinu dagana 29. og 30. nóvember.