The Great Gathering | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Verkefnaskrá

The Great Gathering

GG1The Great Gathering eftir Ásrúnu Magnúsdóttir og Alexander Roberts á Barnamenningarhátíð.

Laugardaginn 13. apríl kl. 13:00.

Stór hópur af fullorðnum og börnum dansa saman með suð í eyrum. Hoppandi í pollum með blóðnasir; við lifum í öðrum heimi þar sem við erum aldrei ósýnileg. Hendumst í hringi, höldumst í hendur, allur heimurinn er óskýr.

Kringlan er vettvangurinn fyrir The Great Gathering á Barnamenningarhátíð en verkið var fyrst sýnt á Norður og niður, listahátíð Sigur Rósar, í desember 2017 og svo á Eiðistorgi á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018.

Verkið er flutt af dönsurum Íslenska dansflokksins og hópi af krökkum á aldrinum 9-18 ára.

Danshöfundar: Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts í samvinnu við dansara

Sýningin fer fram í Kringlunni og er ókeypis inn.

Dansarar Íd : Elín Signý Weywadt, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Halla Þórðardóttir og Tilly Sordat

Ernesto Camilo Aldazabal Valdes,  Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson & Þyri Huld Árnadóttir

Börn: Carmen Lea Einarsdóttir, Dagmar Edda Guðnadóttir, Jökull Nói Ívarsson, Kolbeinn Einarsson, Marínó Máni Mabazza, Rafn Winther Ísaksson, Sigríður V. Gunnarsdóttir, Una Yamamoto Barkardóttir, Ylfa Aino Eldon Aradóttir & Þóra Dís Hrólfsdóttir

Dansrarar í upprunalegu casti: Ernesto Camilo Aldazabal Valdes,  Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson & Þyri Huld Árnadóttir

The Great Gathering var upphaflega sýnt á Norður og Niður hátíðinni í Flóa í Harpa tónlistarhús 29. desember 2017 og svo aftur 30. desember 2017. Hátíðin Norður og Niður átti sér stað 26.-31. desember 2017.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad