THE SIMPLE ACT OF LETTING GO | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

THE SIMPLE ACT OF LETTING GO


Dansverk byggt á grundvallarhreyfingum. 


Íslenski dansflokkurinn kynnir: The Simple Act of Letting Go, nýtt verk eftir Tom Weinberger.

Lengd: 40 min 


Þetta gerist hér og núna, en líka undan ströndum Portúgals. Þannig man hún það. Á einhverjum tímapunkti verða tveir einstaklingar skildir eftir á sviðinu. Hvað sem því líður eru þeir eru ekki bara þeir sjálfir, þeir eru gjörsamlega allir. Fylgjandi hvatvísi förum við í gegnum ólínulegt ferðalag sem samanstendur af sjálfsævisögulegum sannindum ásamt skálduðum.

Við höldum í klisjurnar okkar allar samtímis, svo vandræðalega mjúkar, látum drama flæða yfir rýmið á meðan við vitum að þetta eru ekkert annað en tilfinningar.

Verkið dekrar við sundrungu tímalínunnar og býður okkur að dansa víðáttumikið landslag tilfinninga og persónuleika. 

Hlið við hlið, á meðan tíminn líður, hlustum við.

Og svo kemur kyrrðin.

Tom Weinberger fæddist í Ísrael og útskrifaðist frá Amal School of Arts and Sciences. Eftir útskrift gekk hann til liðs við Batsheva Ensemble og Batsheva Dance Company, undir stjórn listræns stjórnanda Ohad Naharin. Árið 2012 varð Tom stofnmeðlimur L-E-V undir stjórn Sharon Eyal og Guy Behar. Tom hefur dansað með Gautaborgarballettinum, verið gestalistamaður með Michael Keegan Dolan’s-Fabulous Beast Dance Theatre og með Forsyth Company.

Tom byrjaði að semja dansverk  fyrir Batsheva “Dancers Create“ á meðan hann vann þar sem dansari. Árið 2014 vann hann Alþjóðlegu Solo Tanz leiklistarhátíðina (Stuttgart) með fyrsta sólóverkinu sínu sem svo ferðaðist til Brasilíu og Þýskalands. Síðan þá hefur Tom samið dansverk fyrir Johannes Wieland Dance Company, Netherlands Dans Theater 2, Haramt Massah Festival, Springboard Dans Montreal, Arts Umbrella, SUNY Purchase College, YC2 og fleira.


Danshöfundur: Tom Weinberger
Aðstoðarmaður danshöfunds: Sarah Butler
Tónlist: Matan Daskal


Frumsýning 10. september, 2023 á Nýja sviði Borgarleikhússins

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad