Tilnefningar til Grímunnar 2013 | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Fréttir

Tilnefningar til Grímunnar 2013

Tilnefningar til Grímunnar 2013

Þann 30. maí var formlega tilkynnt um hvaða listafólk, sviðsverk og útvarpsverk hrepptu tilnefningar til Grímunnar – Íslensku sviðslistaverðlaunanna – 2013. Athöfnin fór fram á s

grímantóra sviði Þjóðleikhússins. Ólafía Hrönn Jónsdóttir steig á stokk sem kynnir en hún verður einnig kynnir Grímuhátíðarinnar 2013 sem fram fer 12. júní nk.

Alls komu 63 verk til greina til Grímuverðlauna í ár. Þar af 13 dansverk og 7 útvarpsverk.

Tilnefnt var í 18 flokkum, þar af voru 5 tilnefningar í 16 flokkum og 3 tilnefningar í einum flokki, auk heiðursverðlauna Leiklistarsambands Íslands, svo allt í allt er um að ræða 83 tilnefningar til Grímunnar 2013.

Íslenski dansflokkurinn hlaut átta tilnefningar og eru þær eftirfarandi:

Dansari ársins 2013

Hannes Þór Egilsson fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Walking Mad í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Ásgeir Helgi Magnússon fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Ótta í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Brian Gerke fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Hel haldi sínu í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Aðalheiður Halldórsdóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Walking Mad í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Ásgeir Helgi Magnússon fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Til í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Danshöfundur ársins 2013

Ásgeir Helgi Magnússon, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir í samstarfi við dansara, fyrir kóreografíu í dansverkinu Ótta í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Frank Fannar Pedersen fyrir kóreografíu í dansverkinu Til í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Jérôme Delbey fyrir kóreografíu í dansverkinu Hel haldi sínu í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Íslenski dansflokkurinn óskar þessu frábæra listafólki innilega til hamingju með tilnefningarnar og þakkar því fyrir samvinnuna á liðnu ári.

sadsad