Íslenski dansflokkurinn er framsækinn nútímadansflokkur skipaður úrvalsdönsurum í hæsta gæðaflokki. Dansflokkurinn er sjálfstæð ríkisstofnun með aðsetur í Borgarleikhúsinu.
Íslenski dansflokkurinn leggur áherslu á að kynna íslenskum áhorfendum metnaðarfull verk og hefur unnið með mörgum fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að leggja rækt við íslenska danssköpun.
Meðal þeirra erlendu danshöfunda sem hafa unnið með dansflokknum eru Rui Horta, Jirí Kylián, Jo Strömgren, Richard Wherlock, Itzik Galili, Stijn Celis, Rami Be’er, Ina Christel Johannessen, Alexander Ekman, Roberto Olivan, Andre Gingras, Alan Lucien Öyen, Damien Jalet, Anton Lachky, Ohad Naharin, Jérôme Delbey og Johan Inger. Af fjölmörgum íslenskum danshöfundum má nefna Ernu Ómarsdóttur, Helenu Jónsdóttur,Valgerði Rúnarsdóttur, Láru Stefánsdóttur, Sögu Sigurðardóttur og tvíeykið Steinunni Ketilsdóttur og Brian Gerke. Íslenski dansflokkurinn hefur einnig unnið verkefni með Matthew Barney, Ragnar Kjartansson, Anna Thorvaldsdottir, Sigurrós, Ólafur Arnalds, Gus Gus, Hildur Guðnadottir, Gabríela Friðriksdottir og Bryce Dessner.
Íslenski dansflokkurinn hefur öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum og hefur flokknum verið boðið að sýna í mörgum af helstu leikhúsum og hátíðum erlendis. Sjá nánar hér
Íslenski dansflokkurinn leggur áherslu á samstarf við aðrar sviðslista- og menningarstofnanir sem og samvinnu við listafólk úr öðrum listgreinum. Íslenski dansflokkurinn er einnig virkur þátttakandi í alþjóðlegum upplýsinga- og samstarfsnetum.
Íslenski dansflokkurinn sýnir reglulega í Borgarleikhúsinu og heldur einnig sýningar utan höfuðborgarinnar. Íslenski dansflokkurinn stendur fyrir ýmsum fræðsluverkefnum til að kynna og efla áhuga ungs fólks á danslistinni.