Dansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2018H
Þjóðerni
Mexíkó
Menntun
SEAD (Salzburg Experimental Academy of Dance)
Reynsla
Félix hóf sviðslistanám sitt í CEDART Diego Rivera í Mexíkóborg og síðar við dansdeild Háskólans í Veracruz. Hann hefur starfað með fjölda danshöfunda, þ.á.m. Aladino R. Blanca, Eduardo Torroja/ Ultima Vez, Milla Koistinen, Manuel Ronda, Rakesh Sukesh, Francisco Cordova, Cecilia Bengolea, Lali Ayguadé, Mala Kline, Jarkko Mandelin og Jan Lawer.
Árið 2012 hlaut hann verðlaun sem besti danshöfundur á ENEDAC (National Encounter for Contemporary Dance Students) í Mexíkó.
Hann gekk til liðs við Íd haustið 2018 og voru Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur og Pottþétt myrkur eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson fyrstu sýningar hans með Íd.