Ernesto Camilo Aldazabal Valdes | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Ernesto Camilo Aldazabal Valdes

CamilloDansari hjá Íslenska dansflokknum síðan 2017

Þjóðerni

Kúba

Menntun

La Escuela Nacional de Arte á Kúbu

Reynsla

Árið 2008 hóf Camilo að dansa með dansflokknum „Danza Espiral“ og var þar í þrjú ár þar til dansinn færði hann yfir til Mexíkó og síðan til Íslands. Hann hefur starfað sem dansari og danskennari á Íslandi frá 2011 og meðal annars unnið að tveimur verkum með Önnu Richardsdóttur á Akureyri (“Inanna og Ereskigal”  og “Oggun og Freyja”), dansað og leikið í Mamma Mía í Borgarleikhúsinu og í Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu.

Camilo hefur kennt hjá Point dansstúdíó á Akureyri, Salsa Iceland og Klassíska listdansskólanum, ásamt því að vera listrænn stjórnandi Forward Youth Company með Hrafnhildi Einarsdóttur.

Myrkrið faðmar eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson og The Great Gathering eftir Ásrúnu Magnúsdóttir og Alexander Roberts voru fyrstu verk Camilo með Íd.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad