Halla Þórðardóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Halla Þórðardóttir

Þjóðerni

Íslensk

Menntun

Listdansskóli Íslands. The Ailey School 2008-2009. Listaháskóli Íslands 2010-2013.

Starfsreynsla

Með Íslenska dansflokknum hefur Halla tekið þátt í verkum eftir Damien Jalet, Brian Gerke, Sidi Larbi Cherkaoui, Margréti Bjarnadóttur, Ragnar Kjartansson, Jo Strömgren, Ole Martin Meland, Hannes Þór Egilsson, Ásrúnu Magnúsdóttur, Alexander Roberts, Ernu Ómarsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur, Matthew Barney, Sögu Sigurðardóttur, Helenu Jónsdóttur, Karol Tyminski, Frank Fannar Pedersen, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, Höllu Ólafsdóttur, John Moström, Valgerði Rúnarsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Einnig samdi hún ásamt Hannesi Þóri Egilssyni og Sögu Sigurðardóttur verkið This Grace sem sýnt var í Hafnarhúsinu 2019.

Auk þess að starfa með Íslenska dansflokknum hefur Halla unnið með danshöfundinum Söshu Waltz þegar hún dansaði í uppsetningu á verki hennar Körper ásamt Konunglega sænska ballettinum í Svíþjóð árið 2016. Einnig hefur hún tekið þátt í Reykjavík Dance Festival þrisvar sinnum, í verkum eftir Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Margréti Bjarnadóttur og Sögu Sigurðardóttur, og Helenu Jónsdóttur.

Halla leikur og dansar í kvikmynd ítalska leikstjórans Luca Guadagnino, Suspiria, sem frumsýnd var á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2018. Danshöfundur kvikmyndarinnar er Damien Jalet en Halla er einnig aðstoðardanshöfundur myndarinnar.

Halla hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna sem dansari ársins 2015, fyrir frammistöðu sína í Les Medusées eftir Damien Jalet og Meadow eftir Brian Gerke. Halla hlaut einnig tilnefningu til Menningarverðlauna DV sama ár fyrir hlutverk sitt í Meadow.

Dansarar

Ásgeir Helgi Magnússon
Charmene Pang
Elín Signý W. Ragnarsdóttir
Emilía Benedikta Gísladóttir
Erna Gunnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Halla Þórðardóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Saga Sigurðardóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Una Björg Bjarnadóttir
Védís Kjartansdóttir
Þyri Huld Árnadóttir

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad