Inga Maren Rúnarsdóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Inga Maren Rúnarsdóttir

Þjóðerni

Íslensk

Menntun

BA gráða frá London Contemporary Dance School, kennsluréttindi frá David Zambrano í Flying Low og Passing Through og 200 tíma kennsluréttindi í Yoga.

Reynsla

Inga Maren hefur starfað hjá Íslenska dansflokknum síðan 2011. Á þeim tíma hefur hún unnið  með fjölda danshöfunda á borð við Ernu Ómarsdóttir & Valdimar Jóhannson, Damien Jalet, Alexander Roberts & Ásrún Magnúsdóttir, Ragnar Kjartansson og Margrét Bjarnadóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Anton Lackhy, Ohad Naharin, Jo Stromgren og Katrín Hall. Einnig samdi hún sólóverkið ÆVI sem var samstarfsverkefni með flokknum.

Aðrir danshöfundar sem hún hefur unnið með eru Fransesco Scavetta, Tinna Grétarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Andreas Constantinou, Bruno Caverna, Willi Dorner, Íslenska Óperan, Peter Andersson, Jóhann Freyr Björgvinsson og 50 collective (sýningarferð um Bandaríkin árið 2011). Að auki hefur hún dansað í auglýsingum og samið fyrir tónlistarmyndbönd. 

Árið 2007 stofnaði Inga Maren Menningafélagið (Culture Comp.) ásamt Ásgeiri Helga Magnússyni. þar sem þau hafa starfað með Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur búninga- og sviðsmyndahönnuði, Lydíu Grétarsdóttur tónskáldi og Þóru Hilmarsdóttur leikstjóra. Saman hafa þau framleitt fimm sviðsverk og þrjár stuttmyndir. Verkið Aftursnúið hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna og myndin Retrograde ferðaðist víðs vegar um heiminn á stuttmyndahátíðir. Tvö verkanna voru sýnd erlendis.

Einnig hefur Inga Maren stofnað aðra hópa í samstarfi við aðra listamenn; Reykjavík Dance Productions og Dari Dari Dance Company. Hóparnir hafa sýnt verk hérlendis og erlendis og unnið að vinnustofum eins og Danssmiðju Íd sem fór með dansprógram í skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Inga Maren hefur kennt Flying Low og Passing Through tækni auk annars hjá Listaháskóla Íslands, Íslenska dansflokknum, Danslistarskóla JSB, Listdansskóla Íslands, Kramhúsinu, Artez og víðar.

Verðlaun

Tilnefnd sem Danshöfundur ársins á Grímunni 2012 (Retrograde / Culture Comp.)

 

Dansarar

Ásgeir Helgi Magnússon
Charmene Pang
Elín Signý W. Ragnarsdóttir
Emilía Benedikta Gísladóttir
Erna Gunnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Halla Þórðardóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Saga Sigurðardóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Una Björg Bjarnadóttir
Védís Kjartansdóttir
Þyri Huld Árnadóttir

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad