Saga Sigurðardóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Saga Sigurðardóttir

Þjóðerni

Íslensk

Menntun

Eftir stúdentspróf og diplomu frá Listdansskóla Íslands dansaði Saga með Íd sem starfsnemi veturinn 2003-2004 og hélt þá til frekara náms í dansi og kóreógrafíu við ArtEZ listaháskólann í Hollandi þaðan sem hún útskrifaðist með BA-gráðu 2006. Hún lauk síðar BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands og MFA gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands 2017.  

Reynsla

Saga hefur starfað sem danslistakona um árabil. Auk þess að leiða eigin verkefni sem höfundur hefur hún ruglað reitum við ótal listamenn þvers og kruss um listfögin og starfað sem meðhöfundur og flytjandi í fjölda verka með framsæknum sviðslistamönnum og gjörningahópum; Marble Crowd, 16 elskendum, Margréti Bjarnadóttur, Gjörningaklúbbnum, Leikhúsi listamanna, Mér og vinum mínum o.fl.

Saga dansaði reglulega með alþjóðlegu performans-kompaníi Alexöndru Bachzetsis (Sviss) á árunum 2008-2014. Hún hefur komið fram með tónlistar- og myndlistarkonunni Peaches og er meðlimur í pönklistasveitinni The Post Performance Blues Band.

Saga hefur sett upp tvö verk sem höfundur með Íd: Blýkufl  (2015) og This Grace, ásamt Höllu Þórðardóttur og Hannesi Egilssyni, sem flutt var í Listasafni Reykjavíkur vor 2019.

Saga hefur hlotið tilnefningar til Grímuverðlauna sem danshöfundur (2018, 2014, 2011) auk þess að hreppa þau 2009 ásamt Margréti Bjarnadóttur fyrir HÚMANIMAL eftir Mig og vini mína, og hlaut tilnefningu 2015 sem dansari ársins fyrir sólóverkið Macho Man eftir Katrínu Gunnarsdóttur. Þá hlutu Saga og samverkafólk hennar í Marble Crowd tilnefningu fyrir athyglisverðustu uppsetningu ársins 2017 (Moving Mountains in Three Essays) frá TANZ, tímariti um dans og sviðslistir í Evrópu.

Saga er dósent í Samtímadansi við Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.    

Dansarar

Ásgeir Helgi Magnússon
Charmene Pang
Elín Signý W. Ragnarsdóttir
Emilía Benedikta Gísladóttir
Erna Gunnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Halla Þórðardóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Saga Sigurðardóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Una Björg Bjarnadóttir
Védís Kjartansdóttir
Þyri Huld Árnadóttir

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad