Sigurður Andrean Sigurgeirsson | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Sigurður Andrean Sigurgeirsson

Menntun

B.A. frá Listaháskóla Íslands, Amsterdam University of the Arts og Listdansskóli Íslands

Reynsla

Andrean gekk í flokkinn haustið 2017 með sýningunni Norður og niður þar sem hann dansaði í bæði The Great Gathering og Myrkrið faðmar.

Hann hefur tekið þátt í ýmsu síðan þá og þar má nefna verk eftir Ernu Ómarsdóttur, Damian Jalet, Anton Lachky, Ásrúnu Magnúsdóttur, Alexander Roberts, Pieter Ampe, Steinunni Ketilsdóttur og Elinu Pirinen.

Utan flokksins hefur hann unnið með Báru Sigfúsdóttur að verkinu being, dansað i verkinu LANDING eftir Eszter Salamon á sviðlistahátiðinni Kunsten Festival Des Arts og dansað í Atómstjörnunni eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Steinunni Ketilsdóttur. Hann vann einnig að verkinu Vatn og blóð eftir  Gjörningaklúbbinn

Andrean hefur verið að semja sín eigin verk þ.m.n verkin Unsettled og Mass Confusion sem sýnt var á Fringe Festival og á Lunga 2019. Hann hefur einnig dansað og samið fyrir ýmis tónlistarmyndbönd og er einn af þremur dönsurum andkapítalíska, teknóbandsins Hatari.

Verðlaun

Andrean hlaut Grímuverðlaun sem Sproti ársins 2018 og hefur verið tilnefndur sem Dansari ársins 2018 og 2020. Annars vegar fyrir frammistöðu sína í Hin lánsömu eftir Anton Lachky og hins vegar fyrir Þel eftir Katrínu Gunnarsdóttur.

Dansarar

Ásgeir Helgi Magnússon
Charmene Pang
Elín Signý W. Ragnarsdóttir
Emilía Benedikta Gísladóttir
Erna Gunnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Halla Þórðardóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Saga Sigurðardóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Una Björg Bjarnadóttir
Védís Kjartansdóttir
Þyri Huld Árnadóttir

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad