
Þjóðerni
Íslendingur
Menntun
BA í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands, Danslistarskóli JSB og Listdansskóli Íslands.
Starfsreynsla
Þyri Huld Árnadóttir hóf starfsnám hjá Íslenska dansflokknum árið 2010, og hóf feril sinn með dansflokknum árið eftir. Hún hefur dansað með dansflokknum í 10 ár með hléum. Hjá dansflokknum hefur Þyri tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur. Hún samdi þrjú verk um ofurhetjurnar Óð og Flexu í samstarfi við Hannes Þór Egilsson 2014-2018 sem hlutu tilnefningar sem barnasýningar ársins og þau voru tilnefnd sem danshöfundar ársins.
Þyri er einn af stofnendum hópsins Reykjavík Dance Production sem ferðaðist víða um heim með sýninguna Á vit sem var tilnefnd sem danssýning ársins á Grímunni 2017. Þyri samdi í samstarfi við Valgerði Rúnarsdóttur og Urði Hákonardóttur sýninguna Óraunveruleikir sem var sýnd í Þjóðleikhúsinu 2014 en sú sýning var einnig tilnefnd sem danssýning ársins.
Samhliða því að dansa, semja og kenna dans hefur hún gert búninga fyrir ýmis dansverk. Þyri hlaut grímuna sem dansari ársins árið 2015 og 2018 fyrir hlutverk sín í verkinu Sin og Hin lánsömu