Una Björg Bjarnadóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Una Björg Bjarnadóttir

Þjóðerni

Íslensk

Menntun

Útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með skiptinámi í Artesis, the Royal Conservatorium in Antwerp, árið 2015. Hún hefur sótt mörg námskeið hjá David Zambrano og Edivaldo Ernesto.

Reynsla

Una hefur tekið þátt í verkum eftir Katrínu Gunnarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Iceland Love Corporation, Inaki Azpillaga, Jan Martens, Isabella Soupart og Agostina D’alessandro. Hún samdi verkið VERA í samstarfi við tónlistarkonuna SiGRÚN og verkið Random Satisfaction, með úkraínska dansaranum Anton Safonov.

Með Íslenska Dansflokknum hefur Una tekið þátt í verkum eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet, Elinu Pirinen, Steinunni Ketilsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur og Pieter Ampe.

Hún hefur kennt samtímadans hérlendis og erlendis, til dæmis við Listaháskóla Íslands, í Utrecht Hollandi, Antwerp Belgíu og á International Contemporary Dance Festival Bodrum, Tyrklandi.

Una hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna 2018 sem dansari ársins fyrir frammistöðu sína í Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur.

Dansarar

Ásgeir Helgi Magnússon
Charmene Pang
Elín Signý W. Ragnarsdóttir
Erna Gunnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Halla Þórðardóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Una Björg Bjarnadóttir