Una Björg Bjarnadóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Una Björg Bjarnadóttir

UnaDansari hjá Íslenska dansflokknum frá 2018

Þjóðerni

Íslensk

Menntun

Útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með skiptinámi í Artesis, the Royal Conservatorium in Antwerp, árið 2015. Hún hefur sótt mörg námskeið hjá David Zambrano og Edivaldo Ernesto.

Reynsla

Una hefur tekið þátt í verkum eftir Katrínu Gunnarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Iceland Love Corporation, Inaki Azpillaga, Jan Martens, Isabella Soupart og Agostina D’alessandro. Hún samdi verkið VERA í samstarfi við tónlistarkonuna SiGRÚN og verkið Random Satisfaction, með úkraínska dansaranum Anton Safonov.

Með Íslenska Dansflokknum hefur Una tekið þátt í verkum eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet, Elinu Pirinen, Steinunni Ketilsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur og Pieter Ampe.

Hún hefur kennt samtímadans hérlendis og erlendis, til dæmis við Listaháskóla Íslands, í Utrecht Hollandi, Antwerp Belgíu og á International Contemporary Dance Festival Bodrum, Tyrklandi.

Una hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna 2018 sem dansari ársins fyrir frammistöðu sína í Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad