
Þjóðerni
Íslensk
Menntun
Útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með skiptinámi í Artesis, the Royal Conservatorium in Antwerp, árið 2015. Hún hefur sótt mörg námskeið hjá David Zambrano og Edivaldo Ernesto.
Reynsla
Una hefur tekið þátt í verkum eftir Katrínu Gunnarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Iceland Love Corporation, Inaki Azpillaga, Jan Martens, Isabella Soupart og Agostina D’alessandro. Hún samdi verkið VERA í samstarfi við tónlistarkonuna SiGRÚN og verkið Random Satisfaction, með úkraínska dansaranum Anton Safonov.
Með Íslenska Dansflokknum hefur Una tekið þátt í verkum eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet, Elinu Pirinen, Steinunni Ketilsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur og Pieter Ampe.
Hún hefur kennt samtímadans hérlendis og erlendis, til dæmis við Listaháskóla Íslands, í Utrecht Hollandi, Antwerp Belgíu og á International Contemporary Dance Festival Bodrum, Tyrklandi.
Una hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna 2018 sem dansari ársins fyrir frammistöðu sína í Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur.