Una Björg Bjarnadóttir | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Una Björg Bjarnadóttir

UnaDansari hjá Íslenska dansflokknum frá 2018

Þjóðerni

Íslensk

Menntun

B.A. frá Listaháskóla Íslands, skiptinám í Artesis, the Royal Conservatorium in Antwerp(2015).

Reynsla

Una hefur tekið þátt í verkum eftir Valgerði Rúnarsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Iceland Love Corporation, Inaki Azpillaga, Jan Martens, Isabella Soupart og Agostina D’Allessandro. Hún samdi einnig sólóinn VERA í samstarfi við tónlistarkonuna SiGRÚN.

Með Íslenska Dansflokknum hefur Una tekið þátt í verkum eftir Ernu Ómarsdóttur, Steinunni Ketilsdóttur, Pieter Ampe og Katrínu Gunnarsdóttur.

Hún hefur kennt samtímadans hérlendis og erlendis, til dæmis við Listaháskóla Íslands, í Utrecht Hollandi, Antwerp Belgíu og sem gestur hjá International Contemporary Dance Festival Bodrum, Tyrklandi þar sem hún sýndi einnig hluta úr verkinu Random Satisfaction, ásamt Anton Safonov. Hún hefur sótt mörg námskeið hjá David Zambrano og Edivaldo Ernesto.

Una hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna 2018 sem dansari ársins fyrir frammistöðu sína í Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad