Opnir tímar | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Opnir tímar

Íslenski dansflokkurinn býður atvinnudönsurum að taka þátt í upphitunartíma dansara Íd.

Tímarnir eru mánudaga til föstudaga og eru að kostnaðarlausu.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í opnum tíma með Íslenska dansflokknum, hringdu þá í okkur í síma 588 0900 eða sendu okkur tölvupóst.

Einnig getur þú fylgst með hvaða tímar eru í boði hverju sinni í gegnum Facebook grúppuna okkar Opnir tímar Íd.

Vinsamlegast athugið að engir opnir tímar eru í júlí. Tímarnir hefjast aftur í ágúst.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad