Tæknistjóri
Baldvin hóf störf hjá Íslenska dansflokknum haustið 2019.
Baldvin Þór Magnússon hóf ferilinn sem einn af textasmiðum og lagahöfundum rapphljómsveitarinnar Forgotten Lores upp úr aldamótunum. Eftir útskrift úr hljóðtækninámi frá SAE Institute of Technology í New York 2008 hefur Baldvin starfað sem hljóðhönnuður og tæknimaður, aðallega hjá Leikfélagi Reykjavíkur en einnig með sjálfstæðum dans- og leikhópum og tónlistarfólki af ýmsu tagi bæði hér á landi og í Danmörku. Þar má m.a. nefna Á Vit / Journey; samstarfsverkefni Gus Gus og Reykjavik Dance Productions, menningarhátíðina Lys Over Lolland í Danmörku og matarleiksýninguna Vølvens Spådom með Teater Republique í Kaupmannahöfn.
Baldvin hefur unnið við margar af helstu sýningum Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins síðustu ár, til að mynda Ríkharð þriðja, Club Romantica, Black Marrow og Fórn. Árið 2016 hlaut hann Grímuverðlaunin í flokknum hljóðmynd ársins fyrir dansverkið Og Himinninn Kristallast í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og sömu verðlaun árið 2018 fyrir dansverkið Crescendo eftir Katrínu Gunnarsdóttur.
Netfang: baldvin.th.magnusson@id.is