Baldvin Þór Magnússon | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Baldvin Þór Magnússon

Tæknistjóri

Baldvin hóf störf hjá Íslenska dansflokknum haustið 2019.

Baldvin Þór Magnússon hóf ferilinn sem einn af textasmiðum og lagahöfundum rapphljómsveitarinnar Forgotten Lores upp úr aldamótunum. Eftir útskrift úr hljóðtækninámi frá SAE Institute of Technology í New York 2008 hefur Baldvin starfað sem hljóðhönnuður og tæknimaður, aðallega hjá Leikfélagi Reykjavíkur en einnig með sjálfstæðum dans- og leikhópum og tónlistarfólki af ýmsu tagi bæði hér á landi og í Danmörku. Þar má m.a. nefna Á Vit / Journey; samstarfsverkefni Gus Gus og Reykjavik Dance Productions, menningarhátíðina Lys Over Lolland í Danmörku og matarleiksýninguna Vølvens Spådom með Teater Republique í Kaupmannahöfn.

Baldvin hefur unnið við margar af helstu sýningum Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins síðustu ár, til að mynda Ríkharð þriðjaClub RomanticaBlack Marrow og Fórn. Árið 2016 hlaut hann Grímuverðlaunin í flokknum hljóðmynd ársins fyrir dansverkið Og Himinninn Kristallast í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og sömu verðlaun árið 2018 fyrir dansverkið Crescendo eftir Katrínu Gunnarsdóttur.

Netfang: baldvin.th.magnusson@id.is

Starfsfólk

Erna Ómarsdóttir
Skúli Malmquist
Kata Ingva
Einar Hrafn Stefánsson
Baldvin Þór Magnússon

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad