Hlynur Páll Pálsson | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Hlynur Páll Pálsson

Screen Shot 2019-03-04 at 14.26.30Framkvæmdastjóri

Hlynur Páll Pálsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins í apríl 2019.

Hlynur hefur lokið B.A. prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og B.A. prófi í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Hlynur starfaði sem fræðslustjóri Borgarleikhússins frá 2014 auk þess að vera framkvæmdastjóri sviðslistahópsins 16 elskendur á sama tímabili.

Hlynur hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival, sýningarstjóri í Borgarleikhúsinu og sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu ,auk þess sem hann hefur verið aðstoðarleikstjóri í fjölda stórsýninga á borð við Mary Poppins, Billy Elliot, Mamma Mia og Matthildi.

Netfang: hlynurpall@id.is

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad