Lífseigasta hugmynd í heimi er hugmyndin um föður, móður og barn. Hún er grundvöllur mannkyns; eining sem er sterkari en öll konungdæmi og heimsveldi sögunnar. Öll trúarbrögð fjalla um slíka sameiningu og ljá henni goðsögulega vídd með því að túlka hana sem samruna himins og jarðar. Þau lýsa einnig rofinu sem varð þegar sameiginlegt barn þeirra kom í heiminn; hvernig veröldin sveif yfir hyldýpinu alla daga upp frá því. Eina mögnuðustu útgáfu slíkrar sköpunarsögu má finna í grískri goðafræði; sögnina um Úranus og Satúrnus sem voru foreldrar 12 fyrstu guða Grikkja. Í goðsagnaheimi Súmera var það aftur á móti gyðjan Nammu, hið endalausa haf, sem ól af sér himinn og jörð, fyrstu guðina og mannkyn allt. Í verkinu Union of the North stendur hún fyrir innan afgreiðsluborðið á Dunkin’ Donuts eftir lokun og útbýr gylltan kleinuhring á meðan verið er að gæsa og steggja karl og konu annars staðar í verslunarmiðstöðinni. Hér er venjulegt, vinnandi fólk í mynd; fylgjendur fornra helgisiða sem snúið er á hvolf í þessari nýstárlegu og spennandi kvikmynd, byggðri á handriti og sýn Matthew Barney, Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar.
lengd 75 mínútur
leikstjórn Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson
handrit Matthew Barney
kóreografía Erna Ómarsdóttir í samstarfi við dansara
tónlist Valdimar Jóhannsson (feat. Sofia Jernberg) söngtextar Matthew Barney
aðrir textar Friðgeir Einarsson
kvikmyndataka Tómas Örn Tómasson
framleiðsla og aðst.leikstjórn Anna Gunndís Guðmundsdóttir
hljóðupptaka Agnar Friðbertsson og Ari Rannveigarson
tökumenn Anni Ólafsdóttir, Frosti Jón Runólfsson og Viktor Orri Andersen
aðstoðartökumaður Victor Bogdanski
leikmynd Guðni Rúnar Gunnarsson og Ari Birgir Ágústsson
aðstoð við leikmynd Vilhjálmur Pétursson
búningar Rebekka Jónsdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
aðstoð við búninga Kolbrún Sigurðardóttir
hár og förðun Harpa Finnsdóttir
aðstoð við hár og förðun Kamilla Kristín Auðunsdóttir
klipping Frosti Jón Runólfsson
undirbúningur og skipulagning Kata Ingva, Heba Eir Kjeld, Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson og Hulda Helgadóttir
flytjendur Aðalheiður Halldórsdóttir, Anna Guðrún Tómasdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Dóra Jóhannsdóttir, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Friðgeir Einarsson, Halla Þórðardóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Raven Laxdal, Sofia Jernberg, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Valdimar Jóhannsson og Þyrí Huld Árnadóttir.
fólk í Útilífi og Hagkaupum
Aníta Ísey Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Elísa Lind Finnbogadóttir, Erla Rut Mathiesen, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Kristín Manúelsdóttir og Sigurður Andrean Sigurgeirsson.
12 börn á reiðhjólum Anna Kolbrún Ísaksdóttir, Arna Geirsdóttir, Baldur Björn Arnarsson, Brynjar Óli Ísaksson, Elísabet María Jónsdóttir Kjeld, Elmar Sölvi Steinarsson, Freyja Geirsdóttir, Geir Örn Jacobsen, Hekla Kristleifsdóttir, Katrín Eir Ásgeirsdóttir, Vaka Tómasdóttir, Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir.