What a feeling | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

What a feeling

What a feeling  var sýnt á kvöldinu Persóna þar sem fólk fékk að sjá afrakstur tveggja ólíkra vinnuaðferða í sýningu þar sem dansarinn sjálfur er í forgrunni.

What a feeling eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur
Í stöðugri leit að nýjum aðferðum við að skapa dans nýta Halla og Lovísa sér hið hefðbundna og endurvinna það í von um að hið einstaka brjótist fram. Þær vilja draga fram dansarann sem einstakling og hafa því í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins skapað uppáhalds sólódans hvers og eins. Sólódans byggðan á löngunum, þrám og sögu hvers dansara fyrir sig.

Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir hafa verið vinir síðan þær muna eftir sér og unnið saman undir nafninu Samsuðan & co síðan 2005. Í leit að nýjum aðferðum við að skapa dans hefur stefna Samsuðunnar & co. þróast og breyst en fyrir hvert verkefni hafa þær boðið til sín ólíkum listamönnum. Þær leggja áherslu á að skapa aðstæður þar sem að listamennirnir geta deilt hugmynda- og aðferðafræðum sínum og saman kannað áður óþekkt svæði. Saman hafa þær skapað verkin Kólnandi Kaffi, Hundaheppni, Grease the Deleted Scenes og What a Feeling. Hvor um sig vinna þær að danslistinni sitt hvoru megin Atlandshafsins. Halla er búsett í Stokkhólmi og starfar sem danshöfundur og dansari víða um Evrópu við góðan orðstír. Hún hlaut t.a.m. Prix Jardin d’Europe á Impulz Tanz hátíðinni 2013. Lovísa er Grímuverðlaunahafi sem hefur tekið þátt í velflestum uppfærslum Íslenska dansflokksins síðan 2005 en einnig starfað í sjálfstæða geiranum sem danshöfundur og dansari.

sadsad