Á vit… | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Á vit…

Frumsýnt 18 maí í Norðurljósasal Hörpu.

Danshöfundar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir ásamt listrænum stjórnanda Katrínu Hall.

Tónlist: GusGus

Búningahönnun: Filippía Elísdóttir og Ýr Þrastardóttir

Sviðs- og ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson

Æfingastjóri: Tinna Grétarsdóttir

 

Á vit… er framandi ferðalag skilningarvitanna um heim dans, tónlistar og myndmáls.

Íslenski dansflokkurinn og GusGus bjóða til veislu, í samstarfi við Hörpu og Listahátíð í Reykjavík, þar sem sameinaðir eru kraftar ólíkra listforma og frumsýndar verða stuttmyndir Reynis Lyngdal og Katrínar Hall. Filippía Elísdóttir og Aðalsteinn Stefánsson sjá um umgjörð verksins, leikmynd og búninga. Sameinaður sköpunarkraftur hópsins með dansara flokksins í fararbroddi ásamt nýrri frumsaminni tónlist frá GusGus er uppspretta verksins.

Á vit… býður áhorfendum í ferðalag þar sem dans, tónlist og myndir kalla fram framandi viðbrögð skilningarvitanna. Þetta er óhefðbundið verkefni þar sem nokkrir af fremstu listamönnum Íslands taka höndum saman og leiða okkur inn í veröld – iðandi af lífi og óvæntum uppákomum á vorkvöldi í miðborg Reykjavíkur.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad